Poezio
piece of old paper
Esperanto English German
Welcome Page Manfredo † List of Poems List of Translations List of Poets Poezio in Numbers Login
 export for printing: portrait (PDF) landscape (PDF) | [show all export formats]
author  [first name] title language publication id code last modification view
N. N. 61 Islanda nacia himno Esperanto Arg-1730-852 2013-03-18 10:54 Manfred only this add
Baldvin Bjarnason Skaftfell Islanda nacia himno Esperanto Arg-1731-852 2013-03-18 10:46 Manfred only this add
Matthias Jochumsson * Lofsöngur islanda Arg-1718-852 2013-03-18 11:10 Manfred only this remove

Matthias Jochumsson,
Lofsöngur

 
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir;
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
 
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
 
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
 
Author of this islanda poem is Matthias
Jochumsson.

Unua strofo de la origina teksto de la
islanda nacia himno, verkita de Matthias
Jochumsson (11.11.1835 - 18.12.1920). La
himno estas kantata laŭ melodio verkits
de Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847 -
1926). Vidu la retejojn
http://eo.wikipedia.org/wiki/Lofs%C3%B6ngur,
http://cantorionnoten.de/music/3822/Lofs%C3%B6ngur-SATB-Gesang-Klavier
kaj http://www.ipicture.de/nationalhymne/nationalhymne_island.html.