eksporti for presado: vertikala formato (PDF) kverformato (PDF) | montru ĉiujn eksport-formatojn |
verkinto [voknomo] | titolo | lingvo | publikigo | identiga kodo | lasta modifo | aspekto |
---|---|---|---|---|---|---|
N. N. 61 | Islanda nacia himno | Esperanto | Arg-1730-852 | 2013-03-18 10:54 Manfred | nur tiun aldonu | |
Baldvin Bjarnason Skaftfell | Islanda nacia himno | Esperanto | Arg-1731-852 | 2013-03-18 10:46 Manfred | nur tiun aldonu | |
Matthias Jochumsson | * Lofsöngur | islanda | Arg-1718-852 | 2013-03-18 11:10 Manfred | nur tiun forigu |
Matthias Jochumsson, |
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! |
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn! |
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans |
þínir herskarar, tímanna safn. |
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, |
og þúsund ár dagur, ei meir; |
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, |
sem tilbiður guð sinn og deyr. |
Íslands þúsund ár, |
Íslands þúsund ár! |
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, |
sem tilbiður guð sinn og deyr. |
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! |
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá. |
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, |
sem að lyftir oss duftinu frá. |
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, |
vor leiðtogi í daganna þraut |
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf |
og vor hertogi á þjóðlífsins braut. |
Íslands þúsund ár, |
Íslands þúsund ár, |
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, |
sem þroskast á guðsríkis braut. |
Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram |
og fórnum þér brennandi, brennandi sál, |
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns, |
og vér kvökum vort helgasta mál. |
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár, |
því þú ert vort einasta skjól. |
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár, |
því þú tilbjóst vort forlagahjól. |
Íslands þúsund ár, |
Íslands þúsund ár, |
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, |
sem hitna við skínandi sól. |
Verkinto de tiu ĉi islanda poemo estas Matthias Jochumsson. Unua strofo de la origina teksto de la islanda nacia himno, verkita de Matthias Jochumsson (11.11.1835 - 18.12.1920). La himno estas kantata laŭ melodio verkits de Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847 - 1926). Vidu la retejojn http://eo.wikipedia.org/wiki/Lofs%C3%B6ngur, http://cantorionnoten.de/music/3822/Lofs%C3%B6ngur-SATB-Gesang-Klavier kaj http://www.ipicture.de/nationalhymne/nationalhymne_island.html. |